Landamerki Illugastaða og Kotungsstaða í Hálshreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Illugastaða og Kotungsstaða í Hálshreppi. 
Eru að austan eftir miðri Fnjóská, að sunnan í vörðu þá, sem er á austari ásenda línum syðri, rétt á móti 
syðsta Belgsárgrjót 
farveg, þar sem hann liggur fram í Fnjóská að austan; en frá fygreindri vörðu til 
vesturs, beina stefnu í vörðu þá, sem er utan við hól hinn syðsta út og upp frá Sellandsbæ og þaðan 
beina stefnu utan við gamlan stekk og í grjótvörðu, sem er á svonefndum Stöllum, og þaðan beint á 
fjall upp, og svo vestur utan við Miðmundadal, alla leið inn á móts við Ytritunguvörðu. Að vestan ræður 
Grjótá alla leið þar til hún fellur fram úr gljúfrum þeim sem eru rétt fyrir sunnan og ofan 
Grjótárgerðisbæ, að utan er stefnan beint út fyrnefndum gljúfrum og í grjótvörðu þá, sem er í 
Grjótáreyrum, og þaðan beina stefnu til Fnjóskár eftir gömlum farveg. 
En merki millum Illugastaða og Kotungsstaða eru frá Fnjóská í stein, sem er utan og neðan við 
svonefndan Tippapoll, og þaðan beina stefnu í lá, sem er í rönd þá, sem liggur ofan við Grafarmýri, og 
þaðan í grjótvörðu, sem er sunnan við Mýrdal, og þaðan beina stefnu í Mýrardalsgróf og á fjall upp alla 
leið að Grjótá. 
(Ennfremur eiga ofanskrifaðar jarðir frían upprekstur fyrir geldfénað sinn á sumrum á Austur- 
Bleiksmýrardal austan Fnjóskar). 
Illugastöðum, 24. Maí 1886. 
Fyrir hönd eiganda Jóhann Fr. Jóakimsson 
[Útstrikanir með öðrum lit. Á spássíu er ritað með öðrum lit og öðru letri.] 
Ítakinu ekki lýst samkv. áskorun 20.5.1953. Er því niður fallið. J. Skaptason 
Samþykkur hvað ofannefnd landamerki snertir að sunnan 
Guðmundur Davíðsson fyrir eig. Sellands. 
Jóhann Einarsson eigandi að Grjótárgerði. 
(Að jörðin Illugastaðir með Kotungsstöðum, eigi frían upprekstur fyrir geldfénað sinn á Austur- 
Bleiksmýrardal austan Fnjóskár, samþykkir Stephán Stephensen umboðsm. Munkaþverárkl.) 
Lesið á manntalsþingi að Hálsi, 4. Júní 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No 
113. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 – Ein króna 
Borg. B. Sv.