Uppskrift
Landamerki Vagla í Fnjóskárdal í Hálshreppi.
Að sunnan eru merki milli Vagla og Lunds í svokallaðri Teigagróf. Liggur hún hérumbil beint út fjallsbrún
niður og vestur til Flatagerðis þegar Teigagróf sleppir eru merkin eftir vörðum í sömu stefnu til Fnjóskár.
Teigagróf þessi er lítinn spöl fyrir sunnan Bolagróf, og milli Jónshöfða og Sjónhöfða Sjónarhóls. Í
landspildunni milli Teigagrófar og Bolagrófar tilheyrir Lundi beit um 8 vikna tíma fyrir fé það, sem haft
er í húsunum á Kiðsárgerði, og slægjur þær í téðri landspildu, sem eru fyrir ofan Reiðgötunar, sem liggja
suður frá Vöglum, yfir Kringlugerði og Kiðsárgerði
Að vestan eru merkin eftir Fnjóská. Að norðan eru merkin milli Vagla og Háls í svonefndu Brandsgili.
Liggur það hérumbil beint út fjallsbrún niður, og vestur til Fnjóskár, sunnanundir þinghádegishnjúk og
Brandshrygg, og útt fyrir utan Dælarhús og Hróastaðanes. Að austan eru merki þar sem fjallshryggurinn
er hæstur.
Vöglum 24. Maí 1883.
Benedikt Bjarnason, ábúandi jarðarinnar.
[Útstrikun með öðrum lit. Neðanmáls með öðrum lit og annari rithönd er skrifað]
Ítakinu ekki lýst samkv. áskorun 20. maí 1953. Því er það niður fallið. J. Skaptason
Að þessi landamerki séu rétt og glögg, votta.
St. Árnason
Pétur Jónsson prestur að Hálsi
Guðmundur Davíðsson eigandi Lunds
Samþykkur vegna Hróastaða Stephán Stephensen.
Lesið á manntalsþingi að Hálsi, 4. Júní 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
112.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
Borg. B.Sv.