Uppskrift
Landamerki.
Brettingsstaða í Hálshreppi.
1.Að utan milli Jökulsár og Brettingsstaða, eru merki í miðjan Botnahrygg, beina stefnu á Sjónarhól,
þaðan ofan Merkihrygg til Víkurvatna, og svo skilur ósinn úr vatininu lands eður fjörueign Víkur
og Brettingsstaða, og ræður svo bein stefna úr honum til áðurnefnds merkihryggjar.
2.Að sunnan milli Laufáskirkjulands (Eyvindarárlands) og Brettingsstaða ræður Eyvindará.
3.Að austan milli Brettingsstaða og Hofs, ræður Urriðalækur yrzt beint í Merkivörðu á mölinni og
svo beint til sjávar. Eru svo merkin beint frá upptökum Urriðalækjar, eftir Nýputjörn, Kyl,
Brennivínskeldu, Reiðgötum utan við Þverá, Sellæk ofan við Laugaból, eftir miðri Startjörn í
Mjóadalshól, þaðan eftir brekku brúnunum suður að Eyvindará.
Akureyri, 14. Apríl 1885.
Stephán Stephensen.
Umboðsmaður.
Gísli Ásmundsson (Umsjónarmaður ½ jarðarinnar)
Ofanritaðri landamerkjabókingu samþykkir
(Magnús Jónsson Umráðamaður Eyvindarárlands.)
Samþykkur vegna Jökulsár Einar Ásmundsson.
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 4. Júní 1886 og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
110.
B. Sveinsson.
Borg: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
Borg. B.Sv.
111. Landamerki Vatnsenda í Ljósavatnshreppi.
Að norðan milli Arnstapa ræður bein stefna úr Stapa og austanvert í Dauðatanga
Að sunnan ræður Geitá alla leið vestur í fjall.
Að vestan ræður fjallsbrúnin.
Að austan ræður Ljósavatn þar til Geitá fellur á það.
Akureyri, 30. Apríl 1885.
Stephán Stephensen.
Arnstapi er eins og Vatnsendi eign landssjóðs.
Stephán Stephensen.
Björn Jóhannson. Eigandi Ljósavatns.
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 4. Júní 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
111.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
Borg. B.Sv.