Uppskrift
Landamerki Hróastaða í Hálshreppi.
1. Að sunnan milli Veturliðastaða: Úr Fnjóská eftir svonefndri Merkjalá (Merkjalind) og uppá
Hólsbrún (röð af melhólunum kippkorn fyrir ofan bæinn frá norðri til suðurs,) þaðan eftir
gömlum glöggum merkjagarði og úr honum Syðri-Gerðalæk og síðan eftir honum, og svo bein
uppá neðstu brúnir, og þaðan beint í vestur til Miðheiðar.
2. Að norðan milli Skóga: Úr Fnjóská eftir svonefndri Merkjagróf upp fyrir Efri-götur, og síðan
þaðan sem hún skiftist í tvo arma, beint í dý, er kallast Sauðkelda, og liggur skammt fyrir ofan
Efrigötur, og þaðan beina stefnu röðulinn milli næst syðsta Selgilsdragsins og syðsta
Selgilsdragsins.
3. Að austan Fnjóská.
4. Að vestan Miðheiðin; (merkjalína, sem liggur út og suður um Fálkahól)
Akureyri, 16. Jan. 1883.
Stephán Stephensen.
Sigurður Davíðsson (Eigandi ½ Veturliðastaða)
Gísli Ásmundsson (Umsjónarmaður ½ Veturliðastaða.)
Samþykkur fyrir Skóga. Jón Sigfússon.
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 4. Júní 1886 og ritað í landamerkjabók No
109.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
Borg. B. Sv.