Landamerki.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki. 
Blikalóns í Presthólahreppi. 
Að austan vestan 
milli Sigurðarstaða og Blikalóns úr miðri mjóumöl og þaðan í Landamerkjaþúfu síðan í 
Landamerkjaás, þaðan á Sveina, og síðan heyrir undir jörðina Blikalónsdalur að Hólsstíg. 
Að austan milli Blikalóns og Rifs: Úr stórum steini í lítilli tjörn, er liggur utan við Straumtjarnir og í 
Leuthenantsvörðu og síðan fram Mjóavatnsása, og þaðan heyrir Blikalónsdalur að Hólsstíg undir 
jörðina. 
Rekamark úr miðri Mjóumöl að stórum steini í lítilli tjörn, er liggur utan við Straumtjarnir. 
Akureyri, 16. Janúar 1883. 
Stephán Stephenssen. 
Rif, Snartastaðir og Leirhöfn, eru ásamt Blikalóni eign landssjóðs. 
Stephán Stephensen. 
Samþykkur hvað Sigurðarstaði snertir. 
Halldór Bjarnarson. 
Lesið á manntalsþingi að Presthólum, 25. Maí 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No 
108. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 – Ein króna 
Borg. B.Sv.