Uppskrift
Landamerki.
Skóga og Ærlækjarsels í Axarfirði í Skinnastaðahr.
Að austan úr Sandá við Stórhöfða, beint í steina í há Langamel, þaðan beina stefnu í miðjan syðri enda
á Hólkíl síðan ræður kíllinn, meðan hann endist, og úr ytri botn kílsins utanvert við svonefndan Laufhól,
og þaðan beint sömu stefnu til sjávar.
Að vestan ræður Jökulsá
Að norðan sjórinn.
Að sunnan ræður Jökulsá.
Undir Skinnastaði heyrir austan af Skóga- og Klifshagareka – er hver á hálfan reka fyrir Skóga og
Ærlækjarselslandi – 360 faðmar, og er staur rekinn niður í sandinn til að sýna hvar þeir enda.
p.t. Skinnastöðum, 20. August 1885.
Stephán Stephensen
Samþykkur Skinnastaða vegna. Þorleifur Jónsson
Samþykkur fyrir þann hluta jarðarinnar Þórunnarsels er eg á. Þórður Flóventsson
Einnig er eg samþykk þessu Vilborg Þórarinsdóttir.
Sömuleiðis er eg samþykkur þessu Sigurður Gunnlögsson
[Ritað á spássíu með öðru letri og öðrum lit.]
Samkv. áskorun frá 20.5. ´53 lýstu hverslags rekaítaki Skinnastaða „Reki allur milli Skógareka og
Ærlækjarsels“. JS.
Klifshagi lýsti ekki rekaítaki samkv. áskorun 20.5. ´53. Það því niður fallið. J Skaptason
Lesið á manntalsþingi að Skinnastöðum 31. Maí 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
107.
B. Sveinsson
Borg: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
Borg. B.Sv.