Uppskrift
Landamerki Fagradals í Skinnastaðahreppi.
Fagridalur á land að austan frá Hóli í Lækjum, beina stefnu út fyrir austan fremri Fagradal og út mitt
Fagradalsengi út fyrir Ytri-Fagradal þaðan beina stefnu vestur sunnan við Krókavötn á austari Vegg. Að
sunnan eru merki út hól í Lækjum vestur utan við Brunkulæk í Fagradalsá og utan við hana í vörðu
vestan við næsta skurð vestan við Brotaveitu og úr henni beint í vörðu sunnan á yztu hæð, þaðan í
vörðu syðstá vestustu hæð og vestur á vegg, en veggurinn ræður að vestan. Ennfremur fylgir Fagradals
heimalandi, land eyðijarðarinnar Gamlahóls og eru þar merki sem hér greinir, að austan frá Fagradalsá
fram Langholt, úr því í Króagarð, þaðan í millukot, þaðan í Miðdagsvörðu, þaðan í Einstöku tjörn og
beint í Stóruhæð, þvert vestur af Stórasteini, þaðan þvert vestur að Hólsselslandi, svo út há Selás,
þaðan út í há Fjarðarsundsás, en að utan ræður bein stefna vestur úr vörðu á Merkjatorfu í vörðu á
Merkjatorfu í vörðu vestan við Stóraflata, og þaðan beint í vörðu utan við Fjarðarsundsás. Jörðin á og
tiltölu í óskiftu heiðarlandi Fjallajarða. Ennfremur eiga jarðirnar Fagridalur Nýihóll og Gamlihóll,
melsstykki í Hólsselslandi, beint úr Einbúa frá Einbúaflöt í Hól ofan við Hólskíl, til suðausturs utan við
svokallaðan Krubbumel, og allt það stykki út að mólendi, og á Nýihóll 2/5 af þessu stykki miðju þvert
austur og vestur.
Jarðareigandi. J. Barnason.
Fyrir Grundarhól. Eigandi: Jón Sigurðsson.
Fyrir Hólssel Helgi Guðlögsson, eigandi
Fyrir Víðirhól Jón Árnason, Friðrik Guðmundsson, Kristján Kristjánsson
Fyrir Nýahól Björn Kristjánsson, Kristján Guðmundsson
S. Gunnlögsson. Eigandi 1/3. í Nýahóli.
Lesið á manntalsþingi að Skinnastöðum, 31. Maí 1886 og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
106.
Borg: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
Borg B. Sv.