Uppskrift
Landamerki.
Víðihóls í Skinnastaðahreppi.
Að austan ræður bein stefna úr Hrafnaklettum í háa fjallgarðinn fyrir ofan Krubbana, þaðan bein stefna
út fyrir ofan Bunguvatnsmýrar að Laugamúla. Að utan ræður bein stefna þvert vestur fyrir utan Ytri-
Fagradal. Að vestan ræður bein stefna fram mitt Fagradals engi, þaðan bein stefna fram fyrir ofan
Fremri-Fagradal í Hól í Lækjum, þaðan bein stefna í Eystri-Fossdalsbrún, þá bein stefna í mitt
Viðarvatnsvik, þaðan beint í há Álftatjarnarás, og ræður þá Ytri-Vatnsleysa að sunnan í Hrafnakletta.
Jörðin á að tilltölu í óskiftu heiðarlandi Fjallajarða.
Syðra-Lóni, 7. ágúst 1885
Fr. Guðmundsson
Jón Árnason, Kr. Kristjánsson (Eigendur að Víðirhóli)
Fyrir Grundarhól. Eigandi: J. Sigurðsson.
Fyrir Nýahól. Eigendur: Björn Kristjánsson, Kr. Guðmundsson
Fyrir Fagradal. Eigandi: J. Bjarnason
Fyrir Grímsstaði. Eigandi: S. Magnússon.
Eigandi 1/3 Nýahóls S. Gunnlögsson.
Lesið á manntalsþingi að Skinnastöðum 31. Maí 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
104.
B. Sveinsson
Borg: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
B.Sv.