Uppskrift
Landamerki Fagraness í Sauðanesshreppi.
Frá Dranga ræður bein stefna yfir naustann í þúfustein, þaðan bein lína í vörðu á varpinu fyrir utan
Öldudal; þá í Þverárhorn og þaðan suður í Sandgil; þá bein lína í Sandhaug og þaðan bein lína eftir
Fossdal í foss þann, er fellur í sjó fram úr Fossá.
Jörðin á ítölulausan allan reka fyrir sínu landi.
Sigurbjörg Sigurðardóttir
Þorbjörg Sigurðardóttir
Sigurður Jónsson
Helgi Jónsson
Skúli Þorsteinsson
Baldvin Þorsteinn Metúsalemsson.
(Eigendur Fagraness.)
Framanskrifuð landamerki samykkir hvað Sauðanesskirkjueign snertir
V. Sigurðsson prestur að Sauðanesi.
Framanskrifuð landamerki samþykkir, sem eigandi jarðarinnar Eyðis.
Daníel Jónsson.
Fyrir hönd eiganda Gunnólfsvíkur er samþykkt af
Stefáni Péturssyni hreppstjóra Skeggjastaðahrepps.
Lesið á manntalsþingi að Sauðanesi, 29. Maí 1886 og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
103
B. Sveinsson
Borg: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
B.Sv.