Landamerki fyrir Læknisstöðum og hjáleigunni Höfða í Sauðaneshreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki fyrir Læknisstöðum og hjáleigunni Höfða í Sauðaneshreppi. 
Læknisstaða og Sköruvíkurland, skilur Ytri-Bjarghús og Byggingarsteinn (Biskupssteinn) þaðan bein 
stefna í Skálakross þá skilur Læknisstaða og Kumlavíkurland, bein stefna úr Hólmatjörn Skálakrossi og í 
Hólmatjörn. Þá skilur Læknisstaða og Brimnesland bein stefna úr Hólmatjörn og í Flóabotnavatn, þaðan 
bein stefna, þangað sem Drekavíkurá og Rauðilækur falla saman, þaðan ræður Drekavíkursá til sjávar. 
Læknisstaðir og Höfði eiga reka og fuglbjörg fyrir sínu landi, (að því fráskildu: 1. Að Sauðaneskirkja 
á hálfan hvalreka frá Drekavíkurá í Beinþúfu. 2. Að Sauðaneskirkja á fuglbjarg frá Lönguhlíðargjá út að 
Stóra-Sigi, og 3. á Hofskirkja fuglbjarg þaðan og að Ytri-Bjarghúsum). 
[Útstrikun með öðrum lit. 
Ritað með öðrum lit og annarri rithönd] 
Ítakinu ekki lýst samkv. áskorun 20.5.´53. Því eru þau niður fallin. J. Skaptason 
Læknastöðum, 12. Maí 1885. 
Magnús Jónsson (Eigandi ofannefndrar jarðar.) 
Framanskrifaða landamerkjaskrá samþykkjum vér með undirskrift vorri. 
Jón Benjamínsson (ábúandi á Kumlavík) 
Vilhjálmur Guðmundsson (ábúandi á Hrollögsstöðum). 
Kristinn Magnússon, Guðmundur Magnússon (ábúendur á Sköruvík) 
Ólafur Gíslason (ábúandi á Brimnesi) 
V. Sigurðsson prestur að Sauðanesi. 
Lesið á manntalsþingi að Sauðanesi, 29. Maí 1886 og ritað í landamerkjabók Þingeyjars. No 
102. 
B. Sveinsson 
Borg: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 – Ein króna 
Borg B.Sv.