Uppskrift
Landamerki milli Garðs í Kelduhverfi og Nýabæar.
Við undirskrifaðir menn Jón Sigurðsson að Skinnalóni og Þorleifur pr. Jónsson að Skinnastöðum
gerum í dag svolátandi samning viðvíkjandi landamerkjum Garðs í Kelduhverfi og Nýabæar, að stefna
sú, sem til er tekin í lögfestu Garðskirkju dags. 26. Maím. 1775 milli ofannefndra jarða, skuli vera
landamerki héðan í frá, nfl. stefnan úr Stórá þar sem hún beygist í fullt austur í Vaðgíg (ɔ: hið
svonefnda Horn), og skal Nýabæarmaður hafa leyfi til að nota Horn þetta, á þann hátt að
Garðsábúanda verði að sem minnstu meini.
Skinnalóni, 19. Aprílm. 1885.
Þorleifur Jónsson Umráðamaður Garðskirkju
Jón Sigurðsson Eigandi Nýabæar
Lesið á manntalsþingi að Keldunesi 24. dag Maímán. 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjars. No
101
B. Sveinsson
Borg: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
Borg B.Sv.