Uppskrift
Landamerki.
Litlulauga í Reykjadal.
Að sunnan móts við Hjalla ræður garður upp frá Reykjadalsá uppí svokallað Merkigil, og úr því bein
stefna til austurs að Þverárlandi. Að norðan móts við Stórulauga ræður garður, er liggur utan við Skiphól
sunnan við svonefndan Hólateig allt upp í Heiðarbrún, og þaðan bein stefna til austurs sunnan til í
Hvítafell. Að austan móts við Þverá í Laxárdal ræður bein stefna úr vestari Skollhól á há Hvítafell.
Að (austan) vestan ræður Reykjadalsá í miðjan árfarveg.
Litlulaugum, 10. júní 1884.
Jón Sigurðsson (umboðshaldari)
Kristján V. Guðnason (ábúandi)
Í umboði eiganda jarðarinnar Hjalla samþykkist þessi landamerkjaskrá.
Kristján Jónsson.
Vegna ábýlisjarðar okkar Hjalla erum við samþykkir landamerkjalýsingu þessari.
Guðni Jónsson
S. Jónsson
Vegna eignarjarðar minnar Stóru-Lauga, er eg ofanskrifuðum landamerkjum samþykkur
P. Pétursson.
Vegna umráða- og ábýlisjarðar minnar Þverár er eg samþykkur ofanskrifuðum landamerkjum.
Jón Jóakimsson.
Lesið á manntalsþingi að Helgastöðum 22. Maí 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
100.
B. Sveinsson
Borg: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
B. Sv.