Landamerki Hallbjarnarstaða í Reykjadal

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Hallbjarnarstaða í Reykjadal 
Að sunnan móts við Márskot ræður Litlagróf, sem einnig nefnist Merkigróf og liggur sunnan undir 
Hrútsteig. Úr Merkjagrófarbotni ræður garður, sem liggur austur á Steinás; þaðan bein stefna til austur 
í Merkihól og svo í Merkilág. Að norðan móts við Hjalla ræður merkilækur upp að svonefndu Merkiholti; 
þaðan gamall garður upp undir brún og bein stefna á miðjan Sjónarhól, sem er stærsti hóll norðan við 
Skjöldumýri. Að austan móts við Ljótsstaði ræður bein stefna til norðurs úr Leirtjörn í 
Skollhólamýrarbotn. Að austan ræður Reykjadalsá í miðjan árfarveg. 
Hallbjarnarstöðum 10. Júní 1884. 
Jón Sigurðsson (umboðsm.) 
Helgi Jónsson (ábúandi). 
Vegna Múlakirkjujarðarinnar Máskots er eg samþykkur merkjalýsingu þessari. 
B. Kristjánsson. 
Vegna ábýlisjarðar okkar Hjalla erum við samþykkir merkjalýsingu þessari. 
Guðni Jónsson 
S. Jónsson. 
Vegna Grenjaðarstaðarkirkjujarðarinnar Ljótsstaða er eg samþykkur merkjalýsingu þessari. 
B. Kristjánsson. 
Lesið á manntalsþingi að Helgastöðum, 22. Maí 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No 
99. 
B. Sveinsson 
Borg: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 – Ein króna 
B.Sv.