Uppskrift
Landamerki.
Víða í Reykjadal.
Að norðan móts við Márskot ræður Márslækur frá Marsvatni til Reykjadalsár. Að austan ræður
Másvatn og Kæfulækur frá því hann fellur í Mársvatn og í poll þann er liggur syðst í Kæfumýri
norðvestur af Arnarvatnsseli, en þar á Helluvað land á móti.
Úr téðum polli ræður bein stefna til suðvesturs í Stórri þúfu sem stendur við Helluvaðsgróf þá Víðagil
og þá Reykjadalsá, á móti Stafni allt til fyrst greindra ummerkja.
Víðum, 9. Júní 1884.
Jón Sigurðsson (umboðsmaður)
Sigurgeir Jónsson (ábúandi)
Vegna Múlakirkjujarðarinnar Márskots er eg samþykkur merkjalýsingu þessari.
B. Kristjánsson
Vegna Helgastaða kirkjujarðarinnar Laugasels er eg samþykkur þessari landamerkjalýsingu.
Lárus Eysteinsson.
Vegna eignar- og ábýlisjarðar minnar Helluvaðs, samþykki eg þessa landamerkjskrá.
Jón Hinriksson.
Lesið á manntalsþingi að Helgastöðum 22. Maí 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
98.
B. Sveinsson
Borg: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
B.Sv.