Uppskrift
Landamerki Breiðumýrar í Reykjadal.
Að sunnan móts við Hólaland ræður garður sá, er liggur til vesturs frá Reykjadalsá utan vert við Torfdal,
og utanundir svonefndri Valdys, uppá Mýraröxl utanvert við Hádegisvörðu. Þaðan ræður bein stefna á
Kvígyndisdalsbæ yfir melhól þann, er stendur gagnvart bænum og hér eftir nefnist Merkihóll og stendur
á honum grjótvarða. Þaðan ræður sama stefna vestur í Seljadalsá og norðan Mýrará. Fylgi jörðunni
veiði og allar nytjar í nefndum ám í miðjan árfarveg.
Breiðumýri, 28. apríl 1886
Jón Sigurðsson umboðshaldari
Benedikt Jósefsson (ábúandi)
Vegna eignar og umráðajarða minna, Einarsstaða, Kvígyndisdals og Hóla er eg þessari landamerkjaskrá
samþykkur.
Haraldur Sigurjónsson.
Lesið á manntalsþingi að Helgastöðum 22. Maí 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
97.
B. Sveinsson
Borg: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
B.Sv.