Uppskrift
Landamerki jarðarinnar Ytri-Neslanda í Skútustaðahreppi
Úr Gyldruhellir í sunnanverðri Lauganesstá, móts við Syðri-Neslandaland, beina stefnu norður í
Langanessklett og þaðan í Toppatjörn, og úr henni norður í vörðu þá, er stendur vestur frá Miðkíl, síðan
úr henni austur í miðjan kílinn. Ræður svo kíllinn mót Reykjahlíðarlandi norður í Miðkílstjörn; síðan
helst sama stefna í vörðu þá, sem er miðja vega milli Neðritjarnar að sunnan og Fretvogs að norðan. Þá
móts við Grímsstaðaland, vestur úr fyrgreindri vörðu í einkennilega þúfu á austurbakka Eggjatjarnar
hinnar syðri, hvar nú skal hlaðast varða; frá þeirri tjörn vestur eftir ræður miðja þeirrar tjarnar er
Skammagarðsfen heitir og allt að vesturbotni þess. Þaðan beina stefnu í svonefndan Helguhól, þar til
Hrauneyartjörn hin eystri verður fyrir, og ræður hún merkjum þaðan af, allt í vík þá, er syðst gengur
vestur úr henni; þaðan þvert yfir í vík þá gangvart henni, sem liggur í hinni vestri Hrauneyartjörn og
ræður sú tjörn merkjum allt í vesturbakkann sunnan við Keldu, sem liggur norðvestur úr henni. Þaðan
ræður þá að nýju stefnan á áðurnefndan Helguhól.
Úr Helguhól að sunnan verðu móts við Belgjarland bein stefnu austur í Hverhól, sem öðru nafni
nefnist Stóraborg, svo sömu stefnu í vörðu þá, við Bárukrókinn, þar sem svokallað Valþjófsnes gengur
vestur í Neslandavík. Ennfremur á jörðin Ytri-Neslönd, þá þrjá Hólma, er liggja í Víkinni, sem heita
Langhólmi, Strókur og Yzthólmi.
Einnig á jörðin Ytri-Neslönd til slægna e eigi annara afnota, svonefnda „Spildu“ sem er stór fláki á
Syðri-Neslandabökkum, og Dauðanes allt austan við svokallaða Grunnuvík og vörðu þá, er stendur á
norðurbakkanum gegnt víkinni.
Innan þessara takmarka á jörðin Syðri-Neslönd fría beit á mýrinni norður að Grímsstaðalandi, austur
að Reykjahlíðarlandi og vestur á mótsvið Neslandavík.
[Útstrikunin að ofan gerð með öðrum lit.
Ritað með öðrum lit og annarri rithönd]
Ítökum ekki lýst samkvæmt áskorun 20. maí 1953. Eru þau því niður fallin. J Skaptason
Þetta eru landamerki þau, sem virðast vera réttust og sanngjörnust fyrir jörðinni Ytri-Neslöndum.
Ytri-Neslöndum, 12/4. 1886.
Hjálmar Helgason. (Eigandi jarðanna Ytri- og Syðri-Neslanda).
Framanrituð landamerki samþykkjast að því er snertir jarðirnar Grímsstaði og Vindbelg
Múla, 15. apríl 1886.
B. Kristjánsson. (umboðsmaður)
Framanrituð landamerki samþykkjast, að því er snertir jörðina Reykjahlíð.
Reykjahlíð, 15. apríl 1886.
Sigurgeir Pétursson (eigandi)
Lesið á manntalsþingi að Skútustöðum 20. Maí 1886 og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
95.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. Kr. 0,75
Bókun Kr. 0,25
K. 1,00
Ein króna – B.Sv.
Landamerki jarðarinnar Garðs í Aðalreykjadal.
Að austan ræður Dalgata landamerkjum, í norðaustur túngarðshorn á Tjarnargerði, þaðan bein stefna
vestur í vörðuhól þann, sem stendur utan við svokallaða Flatargötu, norður af Vatnstjörn, og þaðan
norður í tjarnargjótu, þaðan í Pétursborg og úr Pétursborg í Helluvörðu gegnt Skjónugjá, þá ræður
Skjónugjá að norðan, og bein stefna frá henni í Skjónupoll og Skjónuklett vestan við hraun; þaðan sama
stefna vestur að Skjálfandafljóti.
Þá ræður Skjálfandafljót að vestan, þannig að talið er í miðjan ál, suður að Húsabakkakíl, og ræður hann
suður gengt Merkjaklöpp, og frá Húsabakkakíl beina stefnu yfir svokallað Hraunnef austur í áðurnefnda
Merkiklöpp, og þaðan garður sá, er liggur beina stefnu frá Merkiklöpp uppá Núpsröðulinn og þá suður
röðulinn að svonefndum merkigarði þeim, er liggur austur í núpnum millum Garðslands og
Hafralækjarlands. Frá garðsendanum eystri og neðri, ræður bein stefna syðst í tjarnarstæði, og þaðan
bein stefna í Vörðuhól, og loks þaðan bein stefna austur í upphaflega nefnda Dalgötu.
Þessi landamerki eru samkvæm þinglesinni lögfestu og óátalinn fyrir Garðslandi, og sömuleiðis eldri
og yngri afsalsbréfum.
Þverá í Laxárdal, 2. apríl 1885.
Jón Jóakimsson (eigandi Garðs.)
Að því er kemur til landamerkja móts við Nes og Jarlsstaði er eg samykkur þessari landamerkjalýsingu.
B. Kristjánsson umráðamaður Ness og Jarlsstaða.
Jónas Guðmundsson. (Eigandi Hafralækjar.)
Það sem snertir merki milli Hraunkots og Garðs er eg þessu samþykk, en það sem tilkemur Tjörn vantar
að geta um 4 gripa göngu sem ítak í Garðslandi um sumartímann.
Guðrún Þorsteinsdóttir (handsalað.)
[Útstrikunin að ofan gerð með öðrum lit.
Ritað með öðrum lit og annarri rithönd]
Ítaki ekki lýst samkvæmt áskorun 20. maí 1953. Því niður fallið. J. Skaptason
Það sem snertir landamerki milli Skriðu og Garðs þá er eg þessu samþykkur.
Árni Magnússon
Að því sem viðkemur landamerkjum milli Garðs og Knútsstaða, er eg því samþykkur
Sigurjón Jóhannesson.
Lesið á manntalsþingi að Helgastöðum 22. Maí 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
96.
B. Sveinsson
Borg: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00
Ein króna – B.Sv.