Landamerki jarðarinnar Syðri-Neslanda við Mývatn.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki jarðarinnar Syðri-Neslanda við Mývatn. 
Úr Gyldruhellir, sem er í miðri Langanesstá, móts við Ytri-Neslanda land norður í Langanessklett úr 
klettinum í vesturenda Toppatjarnar og svo sömu stefnu í vörðu þá, sem stendur í vestur frá Miðkíl og 
úr vörðu þessari í miðjan Miðkíl, ræður svo kíllinn merkjum móts við Hrauneyarland, sem Reykjahlíð á, 
suður í Tóukílstjörn, þá ræður miða hennar merkjum suður í Tóukílsgarð, og garðurinn austur í 
Tóukílstjörn, sem gengur vestur úr Ytri-Flóa. Úr Tóukílsvíkinni heldur stefnan sér austur, þar til kemur 
austur fyrir Dauðanesstá. Þá er stefnan suður í mitt Vestara-Teigasund og þaðan vestur í Gygarnesstá 
og úr tánni vestur í Langanesstá. 
Einnig á jörðin hálfan Tóuhólma móti Reykjahlíðarmanni og tvo hólma vestan við Gýgjarhöfða. 
Ennfremur allar veiðistöðvar fyrir landi þessu. Syðri-Neslönd eiga og fría beit: á mýrinni í Ytri-Neslanda 
landi, austur að Reykjahlíðarlandi, norður að Grímsstaðalandi og vestur á móts við Neslandavík. 
Innan þessara takmarka á jörðin Ytri-Neslönd til slægna en eigi annara afnota „Spildu“ sem er stór fláki 
á miðjum Neslandabökkum og Dauðanes allt austan við svokallaða Grunnuvík og vörðu þá, er stendur 
í norðurbakkanum gegnt víkinni. 
Þetta eru landamerki þau, sem virðast vera réttust og sanngjörnust fyrir jörðina Syðri-Neslönd í 
Mývatnssveit. 
Ytri-Neslöndum ? – 86 
Hjálmar Helgason. 
Eigandi jarðarinnar Syðri- og Ytrineslanda 
Framanrituð landamerki samþykkjast að því er snertir jörðina Reykjahlíð. 
[Útstrikunin að ofan gerð með öðrum lit. 
Ritað með öðrum lit og annarri rithönd] 
Ítökum ekki lýst samkvæmt áskorun 20. maí 1953. Því eru þau niður fallin. J Skaptason 
Lesið á manntalsþingi að Skútustöðum, 20. maí 1886 og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No 
94. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. Kr. 0,75 
Bókun Kr. 0,25 
K. 1,00 
Ein króna – B.Sv.