Landamerki fyrir jörðunni Kálfaströnd við Mývatn Sjá viðbót í D. nr. 185

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki fyrir jörðunni Kálfaströnd við Mývatn Sjá viðbót í D. nr. 185 
Að norðan móti Geiteyjarströnd skilur merki gamalt merki garðsbrot er liggur til austurs frá Mývatni 
sunnan við svonefndan Vesturdrátt, og utan við nýlegan vörslugarð, sem byggður hefir verið á seinni 
árum. Úr nefndu garðbroti ræður bein stefna austur utanvert Markhraun í svonefnda Vegaborg er 
liggur í Lúdentar-borgum. Að austan móti Vogum ráða Lúdentar-borgir suður í svonefnda Merkiborg, 
hvar varða stendur, sunnan við hinar gömlu reiðgötur. Að sunnan móti Garði ræður bein stefna úr 
Merkiborg í Fjallaskarð, og svo sama stefna í Syðri Klappenda og í vörðu þá, er stendur við Stekkjarvog. 
Kálfaströnd á allar eyjar, hólma og sker í Mývatni fyrir sínu landi, og eru þeirra merkust Hrútey og 
Hrúteyjarnes. 
Kálfaströnd, 27. Maí 1885. 
Sigurður Tómasson. 
Vegna jarðanna Voga, Geiteyjarstrandar og Garðs samþykkjum við ofanskráða landamerkjaskrá, sem 
eigendur og umráðamenn þeirra. 
Guðni Ásmundsson 
Sigurður Jóhannesson 
Ingibjörg Marteinsdóttir 
Árni Jónsson. 
Lesið á manntalsþingi að Skútustöðum 20. Maí 1886 og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No 
93. 
B. Sveinsson 
Borg: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,35 
kr. 1,00 
Ein króna – B.Sv.