Uppskrift
Landamerki fyrir prestsetrinu Húsavík á Tjörnesi,
ásamt hjáleigunum Naust, Vilpa og Skógargerði og kirkjujörðinni Þorvaldsstöðum.
Að norðan móts við Bakka ræður niðri við sjó Skjólbrekkunöf ytri móts við Löngusker; þaðan bein stefna
austur til heiðar í grjótvörðu á holti í svonefndum Syðri-Vallmó; síðan bein stefna í Grýluhól, og þaðan
stefna til austurs, yfir Álftatjarnir, eftir tveimur vörðum í vörðu austan við Álftatjarnir, þaðan móts við
Héðinshöfða, er stefna utan við Grænutjarnir Syðri-Grænur í utanverðan Gyðuhnjúk; síðan sama stefna
austur að Fjallalandi í Kelduhverfi. Að sunnan móts við Kaldbak, ræður niðri við sjó vestari snösin á
Svarhamri fyrir innan Haukamýrarlæk; þaðan bein stefna í vörðu á neðanverðum formlegum
merkigarði; síðan merkjagarðurinn; svo stefna til heiðar frá efni enda merkigarðsins í sömu átt um
Hnjúka eftir vörðum, og móts við Skörð, frá vörðu austast í Hnjúkum bein stefna í Rauf fyrir ofan
norðurenda Höskuldsvatn; síðan stefna í Nikurtjörn og austur að Fjallalandi í Kelduhverfi. Að austan,
móts við Fjöll í Kelduhverfi, bein stefna á milli austur
endann á landamerkjalínunum fyrir norðan og
sunnan.
Innan þessar ummerkja eru hjáleigurnar Naust, Vilpa og Skógargerði, og kirkjujörðin Þorvaldsstaðir
með óskiftum búfjárhögum og beitarlandi.
Af því að framanrituð landamerkjaskrá snertir aðeins land prestsetursins, eru í henni eigi talin upp
rekaítök þau, sem Húsavíkurkirkja á samkvæmt gömlum skjölum.
Húsavík, 2. dag Desembermán. 1885.
Kjartan Einarsson sóknarprestur í Húsavík.
Landamerkjaskrá þessari erum við samþykkir.
B. Sveinsson Eigandi Héðinshöfða
Þ. Þórarinsson Í umboði eigenda Bakka
Jón Jónsson Í umboði eiganda Fjalla
Sigurjón Jóhannesson Eigandi Kaldbaks.
Jón Jónsson fyrir hönd eiganda 1/3 Skarðatorfunnar
Jón Á. Árnason eigandi 1/3 Skarðatorfunnar
Jón Jónsson eigandi 1/3 Skarðatorfunnar
Lesið á manntalsþingi að Húsavík 15. Maí 1886 og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
92.
B. Sveinsson
Borg: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna – B.Sv.