Uppskrift
Landamerki fyrir jörðunum Bakka og Tröllakoti á Tjörnesi.
Að sunnan ræður merkjum niðri við sjó Skjólbrekkunöf ytri móts við Löngusker, þaðan bein stefna
austur til heiðar í grjótvörðu á holti í svonefndum Syðri-Vallmó; þaðan bein stefna í Grýluhól, og þaðan
stefna til austurs yfir Álftatjarnir eftir tveim vörðum í vörðu austan við Álftatjarnir.
Að norðan ræður merkjum Reyðará þar sem hún rennur í sjó og til austurs þar sem Sellækur rennur
í hana; þá ræður Sellækur uppí Syðri-Konungshöfn; þaðan bein lína lína norðan við Álftatjarnir og í
vörðu þá, sem austan við þær stendur og áður var nefnd.
Þannig skrásett að Bakka í Maímán. 1886.
Þ. Þórarinsson (fyrir hönd eigenda Bakka og Tröllakots)
Landamerkjaskrá þessari er eg samþykkur Kjartan Einarsson (prestur í Húsavík)
Eg sömuleiðis B. Sveinsson eigandi Héðinshöfða.
Lesið á manntalsþingi að Húsavík 15. Maí 1886 og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
91.
Borg: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00
Ein króna – B.Sv.