Uppskrift
Landamerki Héðinshöfða í Húsavíkurhreppi.
Að norðan ræður garður sá er sést á bökkunum lítinn spöl norðan við Hnefadalslæk, og liggur beina
stefnu frá sjó til nyrðri brúnar Sandheiðar (þó nokkuð sundurslitinn) liggur svo merkjalínan með eftir
áminnstri heiðarbrún og þaðan beina stefnu í Búrfellsá þar sem hún fellur í Köldukvísl, ræður svo téð
Búrfellsá svo langt sem hagi nær austur.
Að sunnan ræður Reyðará merkjum frá sjó og þar til Sellækur rennur í hana, sem líka ræður
merkjum að sunnan og kemur úr Syðri-Konungshöfn, er liggur rétt norður undir svokölluðum Hafnarás;
liggur svo merkjalínan þaðan beina stefnu í Gyðuhnjúkskoll utanverðan.
Að vestan fylgir Lundey Héðinshöfða, en að austan ráða innan áðurgreindra örnefna, að sunnan
Gyðuhnjúkskolls og að norðan Búrfellsár, takmörkin á milli Keldunesshrepps og Húsavíkurhrepps.
Héðinshöfða, 5. Júní 1885.
B. Sveinsson eigandi Héðinshöfða.
Í umboði Grenjaðarstaðaprests hvað snertir Raufarland.
J. Hálfdánarson.
Landamerkjaskrá þessari er eg samþykkur.
Kjartan Einarsson sóknarprestur á Húsavík.
Eg sömuleiðis. Þ. Þórarinsson vegna eigenda Bakka og Tröllakots.
Lesið á manntalsþingi að Húsavík 15. Maí 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
90.
B. Sveinsson
Borg: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00
Ein króna – B. Sv.