Uppskrift
Landamerki fyrir jörðunni Syðri-Tungu á Tjörnesi
með afbýlunum Kvíslarhóli og Tungugerði.
Að norðan móts við Hringversland norður frá sjó svo kölluð Reká að upptökum hennar, sem er á
svokallaðri Rekamýri, hvar nú er hlaðin dys (og látin í hana viðarkol, stendur tún norðan vert við poll
þann, er áður nefnd Reká kemur úr, fast við veg þann, sem nú er yfir Tunguheiði, þaðan sem vegurinn
liggur á nyrðri barmi á svonefndri leirlág, og austur veginn að læk þeim, sem hefir upptök sín austan
vert við Núpsdranga þar sem vegurinn liggur yfir hann (hvar líka er hlaðin dys, á sama hátt og hin er að
ofan er getið). Þaðan ræður lækurinn til uppsprettu og bein lína þaðan til fjalls, móts við þá er land eiga
að austan. Lækur þessi er kallaður Núpalækur að ofan, en þegar ofaneftir heiðinni kemur heitir hann
Hvíthólalækur, og rennur þá vestur í svonefnda Skeifá. Að sunnan ræður svonefnd Kaldahvísl frá sjó að
svokallaðri Búrfellsá, þar ræður Búrfellsá til fjalls móts við Héðinshöfða land.
Að landamerki þessi séu rétt það viðurkennum við með okkar eignir handar undirskriftum.
Staddir á Syðri-Tungu, 23. dag Júnímán. 1883.
M. Magnússon eigandi að hálfri Syðri-Tungu og umráðamaður að hinum helmingnum og Kvíslarhóli
Sj Halldórsson (ábúandi á Kvíslarhóli)
Þorbergur Eiríksson (ábúandi á Syðri-Tungu)
Jón Benediktsson ábúandi á Tungugerði.
Jón Jónsson (Eigandi og ábúandi á Hringveri.
Ofanskrifuð landamerki viðurkenni eg undirskrifaður, sem verið hefi hér fyrst hjá föður mínum frá því
eg var 4 ára og síðan búið hér milli 20-30 ára, þá hefir aldrei verið brúkað land eða eignað sér af
ábúendum ábýlisjarðar minnar, austan við svonefnda Köldukvísl.
Jakob Oddsson (ábúandi á Rauf)
B. Kristjánsson (umráðamaður Raufar)
Lesið á manntalsþingi að Húsavík 13. Maí 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
89.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
Kr. 1,00 – Ein króna
B. Sv.