Landamerki fyrir jörðinni Hringveri í Húsavíkurhreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki fyrir jörðinni Hringveri í Húsavíkurhreppi. 
Að norðan verðu ræður merkjum frá sjó, svokölluð Skeifá, allt að læk þeim, er rennur frá Hafurssteini; 
steinn þessi er stór og einkennilegur, stendur hann í mýri vestan undir svonefndum Grenishól, utan í 
Tungumýri, þaðan frá nefndum steini, beint suður í hæstri Núpsbrún. Að sunnan verðu ræður merkjum 
frá sjó, svokölluð Reká, allt að upptökum hennar á Rekamýri; hvar nú er hlaðin dys (og í hana viðarkol), 
stendur hún norðan vert við poll þann, er áðurnefnd Reká kemur úr, fast við veg þann, sem nú er yfir 
Tunguheiði. Þaðan sem vegurinn liggur á nyrðri barmi á svokallaðri Leirlág, og austur heiðarveginn allt 
að vaði á læk þeim, sem hefir upptök sín austanvert við Núpsdranga; frá vaðinu ræður lækurinn til 
uppsprettu, þaðan beina línu á hæstu Núpsbrún, síðan austur Núpsbrúnina til hinsvegar nefndra 
merkja. 
Til enn meiri glöggvunar fyrir framtíðina er nú hlaðin dys uppá sama hátt og hin, sem að framan er 
talin við vaðið á síðastnefndnum læk, lækur þessi er kallaður Núpalækur að ofan, en þegar niður eftir 
heiðinni kemur Hvíthólalækur, og rennur þá norðvestur í Skeifá. 
Landamerkjalýsing þessi, sem hér er talin, er tekin eftir samkomulagi og munnmælum, sem að öllu 
leyti eru samhljóða einni lögfestu, sem til er. 
Hringveri, 30. Marz 1886. 
J Jónsson Eigandi og ábúandi á Hringveri. 
Páll Þorbergsson (ábúandi á Tungugerði) 
Sigurjón Halldórsson (ábúandi á Kvíslarhóli) 
Þorbergur Eiríksson (ábúandi á Syðri-Tungu.) 
Kristján Guðmundsson, ábúandi og eigandi að ¾ úr Ytri-Tungu. 
Einar Einarsson ábúandi á ¼ úr Ytri-Tungu. 
M. Magnússon, eigandi og umráðamaður að Syðri-Tungu. 
Lesið að manntalsþingi að Húsavík, 15. Maí 1886, og ritað í landam.bók Þingeyjars. No 
88. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 – Ein króna – B.Sv.