Landamerki fyrir jörðinni Mýrarkoti á Tjörnesi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki fyrir jörðinni Mýrarkoti á Tjörnesi. 
Að norðan verðu eru landamerki milli Mýrarkots og Ketilsstaða þessi: Við sjó ræður lækjarseira, sem 
rennur fyrir sunnan svokallaðan Skarðabakkahól; þaðan ræður gamall garður, sem sést móta fyrir utan 
við túnið á Mýrarkoti og beina stefnu upp í svonefndan Héraðsgarð, er liggur meðfram alfaravegi á 
Tjörnesi í vörðu, sem þar verður hlaðin. 
Að sunnan verðu á milli Mýrarkots og Hóls ræður merkjum við sjó fram svo kölluð Kaldaveita. Frá 
Kölduveitu ræður garðbrot, sem liggur til suðausturs á syðsta melhól þann, sem er spölkorn utan við 
Hól; þaðan á áðurnefndan Héraðsgarð í vörðu þá, sem þar skal sett. Þá ræður garðurinn til norðurs, í 
áðurnefnda vörðu, sem af markar landamerki jarðarinnar að norðan. 
Þannig skrásett í Júnímán. 1885. 
Fyrir hönd sveitarsjóðs Húsavíkurhrepps. 
Þ. Þórarinsson 
M. Magnússon eigandi að Ketilsstöðum. 
Helgi Þorkelsson fyrir hönd eiganda Hóls. 
Lesið að manntalsþingi að Húsavík, 15. Maí 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No 
87. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 – Ein króna – B.Sv.