Landamerki fyrir jörðunni Ketilsstöðum á Tjörnesi.
(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)
Uppskrift
Landamerki fyrir jörðunni Ketilsstöðum á Tjörnesi. Að norðan ræður merkjum milli Ketilsstaða og Sandhóla garður sem sézt votta fyrir við sjó fram; þá ræður svokallaður merkilækur spölkorn uppí mýrina, þar til hann beygist lítið eitt til norðurs; sést þá votta fyrir gömlum merkigarði upp í hólana norðan við Ketilsstaði. Þá ræður hinn sami garður merkjum til suðausturs í svo nefndan Dengshól; þaðan í læk þann, sem rennur eftir Kirkjugili og ræður hann til suðurs móts við Hólsland. Að sunnan ræður merkjum milli Ketilsstaða og Mýrarkots við sjó lækjarsitra, sem rennur sunnan við svokallaðan Skarðabakkahól. Þá sést votta fyrir gömlum merkigarði, sem liggur uppi fyrir utan túnið á Mýrarkoti og beina stefnu uppí vörðu sem hlaðin skal á svonefndum Héraðsgarði, sem liggur meðfram alfaravegi eftir Tjörnesi. Þá ræður garður þessi til suðurs í merkivörðu, sem aðskilur Mýrarkots og Hólsland; þaðan bein stefna til austurs í vörðu, sem hlaðin verður á svonefndum Miðdegisás; frá henni bein stefna yfir Ketilsstaðadal fremst og í stóran merkistein, er stendur á vestari Kirkjugilsbarmi; þaðan í læk þann, sem rennur eftir Kirkjugili og áður var nefndur. Reka til hvals og viðar á jörðin óátalið að því sem kunnugt er. Þannig skrásett að Ketilsstöðum í Júnímánuði 1885. M. Magnússon (jarðeigandi) Þ. Þórarinsson (Fyrir hönd eig. Sandhóla og Mýrarkots) H. Þorkelsson (Fyrir hönd eigenda Hóls) Lesið á manntalsþingi að Húsavík 15. Maí 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No 86. B. Sveinsson Borgun: Þingl. Kr. 75 Bókun Kr. 25 K. 1,00 – Ein króna B.Sv.