Uppskrift
Landamerki Geiteyarstrandar í Skútustaðahreppi.
Að norðan ræður merkjagarður milli Geiteyjarstrandar og Voga og þaðan bein stefna austur í
Strandarholt er liggur suður austan við Hverfell í lág þá, er liggur austan til í holtinu. Að austan ræður
bein stefna til vesturs ur Vogaborg ofan svo nefnt Markhraun utanvert í gamalt merkigarðsbrot, sem
liggur á milli Vesturdráttar og vörzlugarðs þess er byggður hefir verið á seinni árum lítið eitt sunnar.
Þessar eyar í Mývatni fylgja jörðinni. Háey, Krókhólmi og Landhólmi.
Geyteyarströnd 27. Maí 1885
Sigurður Jóhannesson, Ingibjörg Marteinsd (eigendur Geiteyarstrandar)
Guðni Ásmundsson (eigandi Voga)
Sigurður Tómasson (eigandi Kálfastrandar)
Lesið á manntalsþingi að Skútustöðum 30. Maí 1885
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75
Bókun 25
1,00 – Ein króna
Borgað B.Sv.