Uppskrift
Landamerki Grenjaðarastaðakirkjujarðarinnar Geitafells í Helgastaðahreppi.
Á suðvestur horni landsins er Nikurtjörn, en vestan vert við landið ræður bein stefna þaðan norður eftir
hálsunum eins og vötnum deilir í Merkivörðu á Langamel á sunnanverðu Presthvammsfelli þaðan rétt
stefna til austurs í vörðu við veginn austan í fellinu. Þaðan eftir vatnsdragi austur yfir mýrina í
Geitafellsá sunnanvert við Langanes, þaðan sömu stefnu upp frá ánni að austan í vörðu sem stendur á
fjallsbrúninni, þaðan í stóran stein (Merkistein) á norður enda Járnhryggs, þaðan í vörðu vestan vert
við norður enda Breiðdals, og þaðan sömu stefnu austur á Lambafjöll, en þau ráða merkjum að austan
suður í Gustaskarð, þaðan ræður Sandur suður í Þverárgilsdrag, en Þverárgil eða Þverá ræður
landamerkjum að sunnan vestur í Geitafellsá, en þaðan garðlag gamalt þvert uppí Nikurtjörn.
Þannig samþykkt af undirskrifuðum hlutaðeigendum hinn 20. Október 1883
Snorri Oddsson bóndi á Geitafelli
Sigurður Guðmundsson bóndi í Presthvammi
Sigtryggur Kristjánsson bóndi í Kasthvammi
Jón Þórarinsson bóndi á Langavatni
Benedikt Kristjánsson umráðamaður ofangreindra jarða.
Lesið á manntalsþingi að Helgastöðum, 29. Maí 1885
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75
Bókun 25
1,00 – Ein króna
Borgað B.Sv.