Uppskrift
Landamerki Grenjaðarstaðarkirkjujarðarinnar Brekku í Helgastaðahreppi
Að norðan ræður garður neðan frá hraungarði, beina stefnu í vörðu, sem stendur á
Hvammsheiðarbrúninni, og svo bein stefna á svokallaða Hellumelsvörðu, og þaðan beint í Reykjakvísl
(Klambrakvísl. Að austan ræður þessi kvísl suður að Klambramerkjum. Að sunnan ráða Klambramerki
og vestan Hraunsmerki.
Grenjaðarstað, 21. Nóvember 1883.
B. Kristjánsson (umráðamaður)
Tómas Halldórsson
Jónas Sigurðsson
Sigurgeir Stefánsson
Lesið á manntalþingi að Helgastöðum 29. Maí 1885.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75
Bókun 25
1,00 – Ein króna
Borgað B.Sv.