Landamerki Grenjaðarstaðarkirkjujarðarinnar Hrauns í Helgastaðahreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Grenjaðarstaðarkirkjujarðarinnar Hrauns í Helgastaðahreppi. 
Að norðan ræður garður, sem liggur frá Laxá sunnanvert við svokallaðan Hádegishól norðaustur á 
svonefnda Álftatjörn og síðan Litli-lækur, er rennur úr þeirri tjörn að garði þeim er gengur til suðausturs 
og síðan ræður sá garður og stefnir allt af til suðausturs beina stefnu í Laxárbrú. Að sunnan og vestan 
ræður Laxá norður að Hádegishól 
Í Laxá á Hraun svokallað Þernusker og alla veiði fyrir sínu landi eins og lög standa til 
Grenjaðarstað 21. Nóvember 1883 
B. Kristjánsson umráðamaður 
Tómas Halldórsson 
Sigurgeir Stefánsson 
Guðjón Oddsson 
(Þessari skrá samþykkur að öðru en því að Múli á alla veiði fyrir sínu landi í Laxá frá Kálfalæk og ofan 
um Engey, en þess er ekki getið) 
B. Kristjánsson 
[Útstrikun gerð með öðrum lit. 
Ritað með öðrum lit og annarri rithönd] 
Ítaki Múla ekki lýst eftir áskorun 20. maí 1953. JS. 
Lesið á manntalsþingi að Helgastöðum 29. Maí 1885 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 
Bókun 25 
1,00 – Ein króna 
Borgað B.Sv.