Uppskrift
Landamerki Máfsvatns (Márskots) í Helgastaðahrepp.
Að norðan ræður merkjum frá Reykjadalsá Litlagróf sunnan við Hrútteig (Merkigróf þá garður, sem
liggur frá efri enda hennar, og síðan bein stefna úr honum um Merkihól, sem er austur á heiðinni, og
sunnanvert í botn Merkilágar.
Að austan ræður bein stefna úr miðri Leirtjörn í Kílfar, sem milli Karlmannstjarnar og Máfsvatns og svo
vatnið sjálft.
Að sunnan ræður Máfslækur merkjum ofan í Reykjadalsá, en áin ræður merkjum að vestan.
Múla, 15. Maímán. 1883
B. Kristjánsson
Vegna þjóðjarðarinnar Hallbjarnarstaða samþykkist þessi landamerkjalýsing.
Jón Sigurðsson umboðsmaður.
Vegna Grenjaðarstaðarkirkjujarðarinnar Ljótsstaða samþykkist þessi landamerkjalýsing.
B. Kristjánsson
Vegna þjóðjarðarinnar Víða, samþykkist framanskráð landamerkjalýsing
Jón Sigurðsson (umboðshaldari)
Lesið á manntalsþingi að Helgastöðum, 29. Maí 1885.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75
Bókun 25
1,00 – Ein króna
Borgað B.Sv.