Uppskrift
Landamerki Hóla í Helgastaðahreppi
Að norðan: glöggur garður úr Laxá (sunnan vert við svonefndan Markhólma) uppá brún, þar eru þrjár
klappir fyrir norðan, þaðan sjónhending austur sunnan á Kringlutjarnarásnum yfir Kringlutjarnardalinn;
60 faðma sunnan við tjörnina, norðan á Leirtjarnarásnum, yfir Lönguhlíð stefnu í syðra Kröflugilsdragið
í Sandásnum. Þaðan austur á Sandinn að Grímsstaðalandi.
Að sunnan hið svonefnda Hellnagil neðan frá Laxá austur neðan við Hamarsbæarásinn frá honum beina
stefnu austur í fyrrnefnda Grímsstaðalandamerkjalínu.
Hólum, 26. Maí 1885
Sigurður Eyólfsson (eigandi)
Samþykkur Kristján Sigurðsson Hamri (eigandi)
Sigtryggur Kristjánsson Kasthvammi (í umboði jarðareiganda)
B. Kristjánsson (umboðsmaður Grímsstaða)
Lesið á manntalsþingi að Helgastöðum 29. Maí 1885
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75
Bókun 25
1,00 – Ein króna
B.Sv.