Uppskrift
Landamerki Halldórsstaða í Ljósavatnshreppi.
Að austan eru merkin í Gegnir út að Merkihól; þaðan ráða vörður upp Fellið, beina leið stefnu í
Merkivörðu, þaðan ráða vörður út fellið hæðst út að vörðu þeirri sem nefnist Hornvarða.
Að norðan eru merkin úr Hornvörðu eftir vörðum ofan fellið að vestan, þá taka við vörður ofan
mýrina og liggja þær, er kemur upp í vesturbrekkuna meðfram lækjarsprænu, sem nær upp að
Grásteinsmýri og beina stefnu í vörðu, sem stendur á Grjótás og þar vestur á grjót.
Að sunnan eru merkin í Rauðalæk, neðan frá Gegnir og upp að því, sem hann skiftir sér, og þaðan
beina stefnu í vörðu, sem stendur uppá fjallsbrúninni og síðan sjónhending á grjót upp.
Jörðin Halldórsstaðir eiga 1/6 – einn sjötta – part úr afréttarlandinu Finsstaðadal
Svínárnesi, hinn 20. Maí 1885
Gísli Jónasson
Ofanskrifuðum landamerkjum eru samþykkir
Kristján Kristjánsson vegna Finnsstaðalands að norðan
Jónas Jóhannesson vegna Landamóts að sunnan
Samþykkur vegna Fremstafells Stephán Stephensen
Lesið á manntalsþingi að Ljósavatni, 28. Maímán. 1885
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75
Bókun 25
1,00 – Ein króna
B.Sv.