Landamerki Litluvalla í Ljósavatnshreppi

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Litluvalla í Ljósavatnshreppi 
Að norðan verðu skilur Sexhólsstaðagil lönd Litluvalla og Stóruvalla og úr miðju gilinu bein stefna á 
Skjálfandafljót hvar merkivarða nú er sett á svonefndum „Farvegum“. Úr efri enda Sexhólsstaðagils 
ræður bein stefna til vesturs uppá Vallafjall og svo langt, sem Vatnsföll deila sveita á milli, svo 
Suðurfjallið gegnt svonefndu Sleikjulækjargili. Að sunnan verðu milli Litluvalla og Halldórsstaða ræður 
merkjum bein stefna vestan af fjalli í áðurnefnt Sleikjulækjargil, sem þá ræður merkjum til fjallsróta og 
þaðan beina lína í Skjálfandafljót hvar nú er sett merkivarða á bakkanum. 
Að austan ræður merkjum Skjálfandafljót 
Litluvöllum 18. Maímán. 1885. 
Tómas Friðfinnsson 
Framanskrifuðum landamerkjum milli Stóruvalla og Litluvalla er eg undrifaður samþykkur. 
Jón Benediktsson eigandi og ábúandi Stóruvalla. 
Ofanskrifuð landamerki milli Halldórsstaða og Litluvalla samþykki eg 
Jón Þorsteinsson umráðamaður Halldórsstaða 
Jón Þorkellsson ábúandi Halldórsstaða. 
Lesið á manntalsþingi að Ljósavatni, 28. Maí 1885. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 
Bókun 25 
1,00 – Ein króna 
Borgað B.Sv.