Landamerki Stórutungu í Ljósavatnshreppi

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Stórutungu í Ljósavatnshreppi 
1. Merki landsins að vestan er Skjálfandafljót 
2. Merkjum að norðan og austan ræður Suðurá sunnan frá línu þeirri, sem getið er um í 3. gr. hér 
á eftir til Svartár, en hún ræður þaðan til Skjálfandafljóts. 
3. Merkin að austan milli Stórutungulands og afréttarlands Skútustaða; er lína sú sem er framhald 
línu þeirrar sem dregin er á milli Svartárkotslands og Skútustaðalands fyrir norðan Suðurá, og er 
það hásuður stefnan frá Bræðrum, (þremur hólum fyrir norðan Svartárvatn) í vörðuna á 
rananum fyrir austan Svartárkot (gamla bæinn) og réttlínis þaðan yfir Suðurá og Mikléy milli 
kletts þess, sem stendur utarlega á Suðurárhrauni og varða er hlaðin á og nefndur er 
vörðuklettur, og hóls nokkurs, sem nú er kallaður Grenishóll, sem stendur lítið vestar, beint sömu 
stefnu í Stóraklett og þaðan enn, sömu stefnu suður í Sandá og ræður sú á landamerkjum að 
sunnan, allt til Skjálfandafljóts. 
Lönd þau, er liggja að Stórutungulandi eru: 
a. Yzt að vestan er land jarðarinnar Halldórsstaða (sem er lénsjörð). Þar næst Mýrar. Þetta land 
eiga Jón Ingjaldsson bóndi á Mýri 1/3 Kristján Ingjaldsson bóndi á Hallgilsstöðum 1/3 og 
Kristbjörg Ingjaldsd. á Hallgilsstöðum 1/3. Þar næst er land jarðarinnar Litlutungu, það land á Jón 
Ingjaldsson bóndi á Mýri. 
b. Syðst að vestan er Almenningur eður eign Ljósavatnshrepps. 
c. Að sunnan og austan er afréttarland Skútustaðakirkju. 
d. Syðst að austan er land jarðarinnar Svartárkots, sem er eign Einars bónda Friðrikssonar þar. 
Þarnæst er land jarðarinnar Víðikers, sem er eign Jóns Jónssonar bónda þar. 
e. Að norðan og austan er land jarðarinnar Bjarnastaða sem er umboðsjörð, umboðsmaður er 
Sigurður Guðnason á Ljósavatni. 
Hólmar eru í Svartá fyrir neðan svokallað Svartárgil sem tilheyrir Stórutungu, að undanteknum 
hinum nyrðsta, sem kallaður er Bjarnastaðahólmi og tilheyrir jörðinni Bjarnastöðum. Í Suðurá er hólmi, 
sem kallaður er Suðurárhólmi og tilheyrir Stórutungu. 
Sýlalæk, 3. Marz 1884. 
Jónas Guðmundsson (eigandi Stórutungu) 
Sigurður Guðnason (umboðsmaður) 
K.E. Friðriksson (hreppstjóri) 
Jón Þorsteinsson (prestur) 
Stefán Sigfússon prestur 
Jón Jónsson (bóndi) 
Einar Friðriksson 
Jón Ingjaldsson 
Kristján Ingjaldsson 
Kristbjörg Ingjaldsdóttir 
Helgi Jónsson. 
Lesið á manntalsþingi að Ljósavatni 28. dag Maímán. 1885 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 
Bókun 25 
1,00 – Ein króna 
Borgað B.Sv.