Landamerki Lunds í Hálshreppi

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Lunds í Hálshreppi 
Að austan ræður miðbik eða hæsta lína fjallgarðs þess, er liggur milli Birningsstaðadals og Kiðsárdals. 
Að sunnan ræður Ytra-Búðargil og lækur sá, er úr því fellur niður í Fnjóská nefndur Búðará. Að vestan 
ræður Fnjóská eða miðja hennar. Að norðan ræður svonefnd Teigagróf er liggur frá fjallsbrún niður 
norðan við Sjónarhól, en sunnan við Jónshöfða gegnum Kiðsárgerði norðan til og þaðan niður gegnum 
Flatagerðishöfða. Þá er grófinni sleppir ræður bein stefna úr mynni hennar til grjótvörðu á austurbakka 
Fnjóskár. (Á landspildu milli Teigargrófar og svonefndrar Bolagrófar, er liggur niður nokkurn spöl norðar 
en Teigagróf, á Lundur slægjur allar ofan við Reiðgötur, þær er liggja milli Lunds og Vagla um Kiðsárgerði 
og Kringlugerði. Lundur á enn fremur vetrarbeit á landspildu þessari allri upp og niður, um 
áttaviknatíma, fyrir fé það, sem haft er á beitarhúsunum að Kiðsárgerði). 
[Útstrikun gerð með öðrum lit. Ritað með öðrum lit og annarri rithönd] 
Engu ítaki lýst samkvæmt áskorun 20.5.1953. Því niður fallið. J. Skaptason 
Lundi, 2. nóvember 1883 
Guðmundur Davíðsson eigandi jarðarinnar Lunds 
Að þessi landamerki séu rétt og glögg, vitnar 
Jónatan Þorláksson ábúandi Þórðarstaða 
Benedikt Bjarnason umboðsmaður og ábúandi Vagla 
Samþykkur hvað Þórðarstaði snertir Stephán Stephensen umboðsm. Munkaþvkl. 
Þorsteinn Árnason ábúandi Lunds. 
Framanskrifaðri landamerkjalýsingu erum við ábúendur vestan Fnjóská samþykkir 
Sigurður Davíðsson 
Sigtryggur Guðlögsson 
Jónatan Davíðsson 
Guðmundur Davíðsson 
Lesið á manntalsþingi að Hálsi, 27. dag Maímán. 1883 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 
Bókun 25 
1,00 – Ein króna 
Borgað B.Sv.