Uppskrift
Landamerki Brúnagerðis í Hálshreppi
Eru að austan eftir miðri Fnjóská móti Lunds landi.
Að sunnan lind nefnd Syðri-Seira, er sprettur upp undir Neðri-Öxl, skammt fyrir neðan heiðarbrúnina,
og rennur ofan heiðina, yfir miðjan Brúnagerðisvöll og þaðan til Fnjóskár, en frá uppsprettu lindarinnar
liggur merkjalínan vestur yfir nefnda öxl, utarlega yfir Sölvahrygg og Sölvagilsdrag vestur á Flóagilshæð,
sem er austan við Flóagil og sunnan við Bíldsárskarð; að vestan ræður bein lína af nefndri hæð, norður
að vestari Flóavörðu, er stendur austast í Bíldsárskarði við veginn yfir það; að norðan ræður téður vegur
frá nefndri vörðu austur að Sölvagili og Sölvagilsá, þaðan til Fnjóskár. Hálft Brúnagerðistún liggur í
Fjósatungulandi, sem óbreytt skal standa eins og verið hefir.
Brúnagerði, 5. Marz 1884.
Jónatan Davíðsson (eigandi ofannefndrar jarðar)
Að þessi landamerki séu rétt og glögg vitnar
Guðm. Davíðsson ábúandi Fjósatungu.
Vilhjálmur Bjarnason eigandi Kaupangs.
Samþykkur Sigtryggur Guðlögsson ábúandi Steinkirkju
Guðmundur Davíðsson eigandi Lunds.
Lesið á manntalsþingi að Hálsi, 27. Maí 1885
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75
Bókun 25
1,00 – Ein króna
Borgað B.Sv.