Landamerki Sellands í Hálshreppi

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Sellands í Hálshreppi 
Eru að austan eftir miðri Fnjóská. Að sunnan eftir miðri Reykjaá upp að Vesturgili, er þá ræður merkjum 
á mitt fjallið. Að vestan ræður merkjum Ytri-Tunguvarða, er stendur á háfjallinu vestan við 
Miðmundadal. Að norðan eru merkin yfir þvera laut, (sem grjótvarða er við, utan við hól hinn syðsta út 
og upp frá Sellandsbæ, og þaðan rétta þverlínu utan við gamlan stekk og af á fjall upp, vestur að 
Miðmundadal, sem allur er Sellandseign út að Selárgilsdragi og fjalllendi það, sem fyrir honum liggur 
að vestan. En til austurs, er stefnan frá fyrgreindri laut fyrir utan Sellandsbrekku yfir um austari 
ásendann til Fnjóskár, þar sem syðsti Belgsár grjótfarvegur liggur fram í hana að austanverðu, sem er 
rétt sunnan undir svokölluðu réttarholti. 
Sellandi, 8. Febr. 1884. 
G. Davíðsson vegna eiganda. 
Að þessi landamerki séu rétt og glögg vitnar 
Jóhann Jóakimsson fyrir eiganda og ábúanda Illugastaða. 
Jón Jónsson ábúandi Sellands 
Samþykkur vegna Reykja Stephán Stephensen 
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 27. dag Maímán. 1885. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 
Bókun 25 
1,00 – Ein króna 
Borgað B.Sv.