Uppskrift
Landamerki Steinkirkju í Hálshreppi.
Að austan eftir miðri Fnjóská, móts við Lundsland. Að sunnan móts við Brúngerðisland ræður merkjum
Sölvagilsá frá Fnjóská upp að Vesturgili, þá nefnt Vesturgil þar til þar til Bíldsárskarðsvegur liggur yfir
það, sem þá (vegurinn) ræður merkjum vestur að vestari Flóavörðu.
Að vestan móts við Kaupangsland, ræður merkjum bein lína þá nefndri Vestari-Flóavörðu, norður að
Helgugilsvörðu, sem stendur á miðbrún Vöðluheiðar.
Að norðan móts við Veturliðastaðaland ræður merkjum Merkjalind, sem kölluð er, og sem er í beinni
stefnu frá höfða þeim, sem er næst fyrir sunnan Ytra-Mógil, austan við Fnjóská, til Grjótvörðu, sem
stendur á heiðarbrúninni, sunnan við Stekkjargil, og svo bein stefna, frá síðastnefndri vörðu vestur að
Helgugilsvörðu, sem áður var nefnd
Steinkirkju, 7. dag Maímán. 1884.
Sigtryggur Guðlögsson
Samþykkur hvað Kaupang snertir Vilhjálmur Bjarnason Eigandi Kaupangs
Samþykkur hvað Brúnagerði snertir Jónatan Davíðsson
Samþykkur Sigurður Davíðsson eigandi að ½ Veturliðastöðum
Samþykkur Gísli Asmundsson umráðamaður ½ Veturliðastaða
Guðmundur Davíðsson Eigandi Lunds.
Lesið á manntalsþingi að Hálsi, 27. dag Maímán. 1885.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75
Bókun 25
1,00 – Ein króna
Borgað B. Sv.