Uppskrift
Landamerki Grjótárgerðis í Hálshreppi.
Að sunnan móts við Kotungsstaðaland, ræður merkjum niður við Fnjóská gamall farvegur Grjótár, sá
syðsti á árbakkanum, þar sem hún eitt sinn hefir fallið í ána og þaðan beina línu í vörðu, sem hlaðin er
neðst í Grjótárskriðunni og upp miðja skriðuna sunnan við bæinn og í Gilsmunnann á litla fossinn. Þaðan
ræður Grjótá merkjum alla leið fram í Grjótárdalsbotn og tilheyrir því jörðunni allur dalurinn vestan ár
fram í drag.
Að vestan ræður bein lína frá Ytritunguvörðu, norður á Vesturgilshæðarvörðu, og þaðan norður á
Sölvahryggsvörðu. Að norðan til móts við Fjósatunguland eru landamerki Litlilækur, sem rennur á
flatlendinu eftir skurði er stefnir til Fnjóskár; en frá uppsprettu Litlalækjar eru merkin eftir beinni línu
að Ytrivörðu á fjallsbrúninni og þaðan vestur yfir Stórulækjardrög, að áðurnefndri Sölvahryggsvörðu.
Að austan mótsvið Þórðarstaðaland eru merkin eftir miðri Fnjóská.
Jóhann Einarsson eigandi Grjótárgerðis
Davíð Sigurðsson ábúandi Grjótárgerðis
Samþykkur hvað Fjósatungu snertir.
G. Davíðsson ábúandi Fjósatungu
Fyrir hönd eiganda Illugastaða og Kotungsstaða
Jóhann Fr. Jóakimsson
Lesið á manntalsþingi að Hálsi, hinn 27. dag Maímán. 1885
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75
Bókun 25
1,00 – Ein króna
Borgað B. Sv.