Uppskrift
Landamerki.
Austari-Króka í Hálshreppi.
Austari-Krókar eiga land til norðurs að Kambsmýralandi. Merki þar á milli eru: úr vörðu á Ytri-Miðhólum
austur skeið, beint í Skeiðislæk, þar sem hann rennur ofan eftir gili á milli Skeiðishryggja og í þeim læk
austur svonefndan Ytridal og þaðan sömu stefnu á fjall upp. Að austan ræður merkjum hæsti
fjallshryggurinn, suður að Uxaskarði. Að sunnan greinir Ytri-Uxaskarðsá Krókaland frá Garðssellandi,
unz hún rennur í Árbaugsá. Þá eru merkin í Árbaugsá þar til Króksá rennur í hana að norðan, austur frá
bænum Þúfu. Frá þeim ármótum eru þau í Króká út á milli Krókabæanna, og þaðan aðskilur lönd
Austari-Króka og Vestari-Króka, bein stefnulína norður eftir Miðhólum í vörðu þá, sem fyr er nefnd.
Austari-Krókum, 28. Marzmán. 1885
Friðrik Gottskálksson (eigandi)
Samþykkur fyrir hönd eiganda Vestari-Króka.
B. Bjarnason.
Fyrir hönd eigenda Garðs samþykkir
Gísli Ásmundsson
Vegna eiganda Kambsmýra samþykkir
Karl E. Friðriksson
Lesið á manntalsþingi að Hálsi, 27. dag Maím. 1885.
B. Sveinsson.
Borgun: Þingl. 75
Bókun 25
1,00 – Ein króna
B.Sv.