Uppskrift
Landamerki.
Kambsmýra í Hálshreppi
Að sunnan ræður merkjum Skeiðislækjargil ofan af fjalli og úr því bein stefna á Merkivörðu á Miðhólum.
Að vestan ræður bein (stefna) lína frá nefndri merkivörðu norður á miðjan Almannakamb, þá Dalsá
norður til Syðri-Jökulsár. Að norðan ræður Syðri-Jökulsá frá því hún fellur í Dalsá og á fjall upp. Að
austan ræður hæsta fjallsbrúnin.
Stóruvöllum, 20. apríl 1885
pr. Hólmfríður Halldórsdóttir
Karl E. Friðriksson
Ofanskrifaðri landamerkjaskrá eru samþykkir fyrir hönd eiganda Austari-Króka.
Hannes Friðriksson
Fyrir hönd Hálskirkjulands
Pétur Jónsson
Fyrir hönd eiganda Vestari-Króka
Björn Bjarnason.
Lesið á manntalsþingi að [Hálsi] hinn 27. dag Maímán. 1885
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75
Bókun 25
1,00 – Ein króna
Borgað B.Sv.