Landamerki.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki. 
Knarareyrar í Hálshreppi 
1. Merkin að sunnan gagnvart Grímslandi eru: Stóruskriðugil og úr því bein stefna á fjall upp, og 
að neðan beint úr gilinu niður miðja skriðuna í Dalsá 
2. Að vestan ræður Dalsá alla leið til sjávar. 
3. Að austan gegnt Vargsneslandi eru merkin í Rauðholu í Haugshorni og þaðan beint uppá hæsta 
fjallhrygginn. 
Austari-Krókum, 16. apríl 1885. 
Í umboði eiganda jarðarinnar Knarareyrar 
Hannes Friðriksson 
Sem umráðamaður Kyrkjujarðarinnar Vargsness, samþykki eg hérmeð ofanritaða landamerkja-lýsingu. 
Stefán Jónsson 
Að ofanrituð landamerkjalýsing viðkomandi Grímslandinu sé rétt, viðurkenni eg hérmeð. 
Fremsta-Felli, 26. dag Maím. 1885 
Geirf. Tr. Friðfinnsson 
Lesið á manntalsþingi að Hálsi, 27. dag Maímán. 1885 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 
Bókun 25 
1,00 – Ein króna 
Borgað B.Sv.