Landamerki Þórðarstaða í Hálshreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Þórðarstaða í Hálshreppi. 
Að utan ræður Ytra-Búðargil og lækur er úr því fellur kallaður Búðará. 
Að sunnan ræður Botnagil og lækur er úr því fellur kallaður Víðirlækur allt ofan í Víðirnes og úr hoonum 
beina stefnu í Fnjóská, sunnan við Þrætubrekku. 
Að vestan ræður Fnjóská. Að austan Fjallið. 
Akureyri, 16. Janúar 1883 
Stephán Stephensen 
Samþykkur ofangreindum landamerkjum milli Þórðarstaða og Lunds er eigandi Lunds. 
Guðmundur Davíðsson 
Samþykkur ofanrituðum landamerkjum milli Þórðarstaða og Belgsár, er ábúandi Belgsár 
Jónas Indriðason 
Undir jörðina heyrir mót geitnabeit á vetrum í Þórðarstaðalandi, engjateigur í Fjósatunguengi, er 
takmarkast að sunnan af landamerkjum Fjósatungu og Grjótárgerðis, að norðan kýlfarvegur úr sýki við 
Fnjóská alla leið, að vestan Djúpikýll syðst og síðan bein stefna úr norðurenda hans í túnbrekkuna á 
Steinkirkju. 
[Strikað út með öðrum lit. 
Skráð með öðrum lit og annarri rithönd] 
Ítaki ekki lýst samkv. áskorun 20. maí 1953. Því niður fallið JS. 
Akureyri, 20. Júlí 1883 
Stephán Stephensen. 
Samþykkur vegna Fjósatungu með skírskotun til meðfylgjandi samnings. 
Guðmundur Davíðsson. 
Lesið á manntalsþingi að Hálsi, 27. Maí 1885. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 
Bókun 25 
1,00 – Ein króna 
Borgað B.Sv. 
Lýsing á samningi milli jarðanna Þórðarstaða og Fjósatungu í Hálshreppi. 
Hér skal þess getið, að það hefir verið langsöm venja að ábúendur Fjósatungu ljá árlega ábúendum 
Þórðarstaða vissan engjateig í Fjósatunguengi einungis til slægna, er takmarkast að sunnan af af 
landamerkjaskurði Fjósatungu og Grjótárgerðis, að norðan kýlfarvegur úr sýki við Fnjóská, að vestan 
Djúpikýll syðst, og síðan bein stefna úr norðurenda hans í túnbrekkuna neðan við Steinkirkjutún. 
Móti því hafa aftur ábúendur Þórðarstaða léð hússtæði og árlega beit í Þórðarstaðalandi ábúendum 
Fjósatungu fyrir Geitfénað þeirra, frá fyrstu haust(nóttum)göngum til fráfærna, en þareð 
hlutaðeigendum þykir ísjárvert að geitatalan sé ótiltekin eins og hingað til, þar ábúendur gætu of 
brúkað beitina með fjarska hárri geitatölu, þá hefir ábúandi Fjósatungu fallist á að geitatalan sé hér 
eftir eins og að undanförnu eða 25 hæst, að ótöldum veturgömlum geitkindum er aldar eru nefndum 
geitum til viðhalds og beitt er einungis vor og haust í Þórðarstaðarland. 
Akureyri 27. Maí 1885 
Stephán Stephensen umboðsmaður Þórðarstaða 
Fjósatungu, 26. Maí 1885. 
Guðmundur Davíðsson (umboðsmaður Fjósatungu) 
[Strikað út með öðrum lit. 
Skráð með öðrum lit og annarri rithönd] 
Ítakinu ekki lýst samkvæmt áskorun 20.5.1953 því er það niður fallið. JS. 
Lesið á manntalsþingi að Hálsi, 27. dag Maímán. 1885. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 aur 
Bókun 25 aur 
1,00 – Ein króna 
Borgað B.Sv.