Uppskrift
Landamerki.
Reykja í Hálshreppi
Í suður eiga Reykir af Bleiksmýrardal suður af Gönguskarði, samt Gönguskarðið að utan suður að
Gönguskarði, samt Gönguskarðið að utan suður að Skarðdalsá og Skarðdalinn að vestan, samt
Gönguskarðið út að Ytri-Jökulsá. Að austan ræður Fnjóská. Að vestan ræður fjallið. Að norðan ræður
Reykjaá uppí vesturgil og síðan til fjalls eftir gilinu.
Akureyri, 16. Janúar 1885.
Stepán Stephensen
Bleiksmýrardalur er eins og Reykir eign landssjóðs
Stephán Stephensen
Reykja landamerki að sunnan er Skarðsá frá upptökum hennar úr heimara jökli á Skarðsdal, og eftir því,
sem hún rennur þaðan í Gönguskarði og úr því í Fnjóská. Í Gönguskarði norðvestur er Ytri-Þröskuldur
þvers þar yfir landamerki Reykja og Garðsár, sem og Almennings. Til suðurs frá Skarðsá, liggur Vestur-
Bleiksmýrardalur land Akureyrar kirkju.
Vegna Sellands Jón Jónsson
Garðsá á land fram að Gönguskarðslæk og austur í mitt Gönguskarð að norðan verðu, austur fyrir tjörn
þá, er þar stendur og téður lækur úr fellur og austur í Þröskuld. Þannig eru landamerkin ritin í gömlum
kaup- og makaskiftabréfum löggiltum fyrir Garðsá, og svona hafa þau verið haldin í þeirra manna minni,
sem nú lifa hér í sveit og kunnugir eru ofangreindum örnefnum.
Garðsá 18. Ágúst 1883.
Á. Hallgrímsson
Samþ. að því er snertir afréttarland Akureyrarkirkju á Bleiksmýrardal.
G. Helgason
Lesið á manntalsþingi að Hálsi, 27. Maí 1885
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75
Bókun 25
1,00 – Ein króna
Borgað B.Sv.