Landamerki afréttarlandsins Grímslands, er fylgir jörðinni Fremmstafelli

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki afréttarlandsins Grímslands, er fylgir jörðinni Fremmstafelli 
Að sunnan ræður Ytri-Jökulsá. Að vestan Dalsá. Að norðan ræður Stóraskriða, eða Stóruskriðulækur. 
Að austan er fjallsbrúnin 
Akureyri, 16. Janúar 1885 
Stephán Stephensen 
Ofanskrifuðu samþykkur, það sem snertir landamerki Laufáskirkjujarðarinnar Heiðarhúsa („að vestan 
Dalsá“) 
Laufási, 5. Marz 1885. 
Magnús Jónsson 
Þetta samþykkir eg fyrir Hálsmannatungur „að sunnan ræður Ytri-Jökulsá 
Pétur Jónsson 
Þessu er eg samþykkur vegna eiganda Knarareyrar. 
Hannes Friðriksson 
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 27. Júní 1885. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 
Bókun 25 
1,00 – Ein króna 
Borgað B.Sv.