Uppskrift
Landamerki Tungu í Hálshreppi
Að sunnan ræður Hamarslækur. Að vestan ræður Fnjóská.
Að suðaustan ræður Einirshólsgil og þaðan beina stefnu í grófina næst fyrir utan Bakkatún.
Tungan milli Bakkaár og Fnjóskár tilheyrir jörðunni
Akureyri, 16. jan. 1883
Stephán Stephensen.
Að hin svonefnda Bakkaá aðskilji Tunguland á aðra síðu og Bakka og Bakkasels lönd á hina, viðurkenna
Helgi Davíðsson (ábúandi Bakkasels)
Jónatan Þorláksson (Eigandi Bakki)
Að Fnjóská, sem rennur framan eftir Bleiksmýrardal, skilja lönd jarðanna Tungu að austan og Reykja og
Sellands að vestan votta undirskrifaðir.
Jónatan Davíðsson (Bóndi á Reykjum)
Jón Jónsson (bóndi á Sellandi)
Í umboði eigandans hvað Selland snertir
Guðmundur Davíðsson
Lesið á manntalsþingi að Hálsi, 27. dag Maímán. 1885.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75
Bókun 25
1,00 – Ein króna
Borgað B. Sv.