Uppskrift
Landamerki
Engjamerki milli Þórisstaða og Leifshúsa
Að utan á svonefndum Votahjalla stendur stór grjótvarða, frá henni smávörður ofan þverar Uppmýrar,
millum Breiðennis og Brattennis og ofan í stórt holt sunnanvert við Breiðulá. Þessar vörður aðskilja
Þórisstaðaengi að utan en Leifshúsaengi að sunnan, þ.e. að segja á Uppmýrum.
Að neðan ráða og einnig smávörður er standa á beinni línu frá sjó upp frá litlum vog utanvert í
Þórisstaðaklöppum og í götur þær er liggja út frá Þórisstaðavelli nyrzt, sem aðskilja Þórisstaðaengi að
utan, en Leifshúsaengi að sunnan, þar til kemur önnur varðalína, sem liggur beint ofan frá
Þórisstaðavallarfæti, og niður í holt er liggur af sjávarbakka og upp utan við hvamma, þessi varðalína
aðskilur Þórisstaða engi að sunnan, en Leifshúsa engi að utan.
Að sunnan á svonefndum teig eru merki þannig: Ofarl. á áðurnefndum teig stendur stór þúfa
(merkiþúfa) upp að þeirri þúfu eiga Þórisstaðir en fyrir ofan Leifshús. Fjalli óskift, bithaga beggja jarða.
Fjöru óskift?
Þórisstöðum, 28. Júní 1884.
Baldvin Bergvinsson (Eigandi að 1/3 úr Þórisst)
Baldvin Baldvinsson á Leifshúsum (Fyrir hönd eigandans)
Rósa Sigurðardóttir (Eigandi að ½ Þórisstöðum)
Jónatan Jónsson (umráðamaður 1/6 Þórisstöðum)
Lesið á manntalsþingi að Svalbarði, 26. Maímán. 1885.
B. Sveinsson.
Borgun: Þingl. 75
Bókun 25
1,00 – Ein króna
B. Sv.