Uppskrift
Landamerki Geldingsár í Svalbarðsstrandarhreppi.
Að sunnan ræður landamerkjum milli Meyarhóls og Geldingsár, lítill melhóll niður við sjó, er líkist
sjálfgerðri vörðu, og þaðan beint upp í vörðu á svonefndum Hamri og þaðan beint í vörðu á svonefndri
Lambhúsklöpp, og þaðan upp í vörðu á Naustahjalla, og þaðan beint uppí Skriðufjall af þeim þremur,
er kemur ofan af brún í Efra-Fjalli, og þaðan beint í heiði austur til landamerkja Fnjóskdælinga er liggja
út og suður.
Að utan ræður landamerkjum milli Sigluvíkur og Geldingsár, Dældalækur við sjó, er öðru nafni kallast
Kliflækur; þaðan beint upp á svokallað Klif, þar sem lækur þessi rennur fram af milli tveggja lítilla klappa
hvar gerð er merkivarða; þaðan beint í vörðu á svokölluðu Selbarði, og þaðan beint í Geldingsárgil og
ræður gil þetta landamerkjum upp á heiðarbrún, og þaðan beina línu austur að landamerkjum
Fnjóskárdals er liggja eftir heiðinni út og suður.
Geldingsá, 22. dag Maímán. 1885.
Guðrún Jónasdóttir (ábúandi og eigandi jarðarinnar).
Jón Sigfússon (eigandi Meyarhóls)
Landamerkjaskrá þessari er eg samþykkur, hvað áhrærir landamerki milli Sigluvíkur og Geldingsár.
Stefán Pétursson (eigandi að 11hndr
í Sigluvík)
Eigandi að hinum helmingnum. Guðjón Árnason.
Lesið á manntalsþingi að Svalbarði, 26. Maímán. 1885.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75
Bókun 25 = 1 – Ein – króna B. Sv.