Uppskrift
Landamerki Svalbarðs í (Svalbarðsstrandarhrepp).
Með tilheyrandi hjáleigum Mógili og Meðalheimi samt kirkjujarðanna Tungu og Breiðabóls.
Að norðan þar sem Dálkstaðaland tekur við, úr svonefndum Festarklett niður við sjó, þaðan upp í
steinalág, sem liggur framan í Efstahjalla, þaðan beint til fjalls á Dálkstaðahjúk upp, og síðan ofan af
hnjúknum beina stefnu austur í vörðulínu þá, sem skiftir heiðinni, er byrjar að norðan úr Hrossadalslæk
í vörðu ofarlega á Reiðholti, og þaðan beina línu til suðurs eftir vörðum vestan við Kirkjustein.
Að sunnan, þar sem Sigluvíkurland tekur við: Úr merkjaklöpp (Einstökuborg) niður við sjó, beina stefnu
í Sandskarðsgil, upp í vörðu á Brattahjalla, og þaðan beint á heiði upp, austur í áðurnefnda vörðulínu.
– Að vestan ræður sjórinn.
Þaraðauki áskilja máldagar Svalbarðskirkju sjöttung viðreka, fyrir hverri jörð á Svalbarðsströnd frá
Hraná inn undir Tvílæki, og áttung af tvítugum hval, samt allan reka hvals og viðar fyrir utan land, milli
Sokkabrýka, en þaðan inn að kletti þeim, sem stendur framan á Kjálkanesi, fjórðung í hval og viðarreka
[Útstrikun gerð með öðrum lit
Ritað á spássíu með öðrum lit og annarri rithönd]
ítökum ekki lýst samkvæmt áskorun 20.5.´53 því niður fallin JS.
Espihóli, 16. apríl 1884.
Jón Sigfússon.
Ofanskrifuðum landamerkjum er eg sem ábúandi Neðri-Dálstaða samþykkur
Guðmundur Sigurðsson
Framanskrifuðum landamerkjum er eg sem eigandi og ábúandi Sigluvíku samþykkur
Stefán Pétursson
Framanskrifuðum landamerkjum Dálkastaða er hreppsnefndin í Hálshreppi samþykk
pt. Hálsi 28. okt. 1885.
Sigurvin Bergvinsson
Gísli Ásmundsson
Hannes Friðriksson
J. Ingjaldss
Gunnlögur Einarsson
Bjarni Bjarnason
Ólafur Guðmundsson.
Lesið á Manntalsþingi að Svalbarði, 26. dag Maímán. 1885.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75
Bókun 25
Kr. 1,00 – Ein króna
Borgað B. Sv.