Uppskrift
Landamerki Sunds í Höfðahverfi í Grýtubakkahr.
Að sunnan verðu ræður lækjargil upp frá Lónunum utan við Krossvörðu, síðan bein stefna úr
Krossvörðu holtendanum ytri út í vestanvert Stakholt og síðan út eftir Ormalágarásnum að vörðu sem
aðskilur Hólsland. Frá henni ræður bein stefna austur eftir utan við Sundstún í utanvert Hólshólanef og
þaðan suður eftir hólunum bein stefna hérumbil suður í mið Lónin, austan við vestari
Imbugerðisklappir. (Héraðauki á Sundsbóndi frjálsa beit í Höfðalandi fyrir þann pening, sem kotið
fóðrar)
[Útstrikun með öðrum lit
Ritað með öðrum lit og annarri rithönd]
Ítaki ekki lýst samkv. áskorun 20.5.´53. JS
Höfða, 19. dag Maímán. 1885.
G. Ólafsson
Þessari landamerkjaskrá er eg samþykkur að því er snertir jörðina Hól.
Sveinn Sveinsson.
Lesið á manntalsþingi að Grýtubakka, 23. dag Maímán. 1885.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75
Bókun 25 = 1 – Ein króna – B.Sv.